Borgin sefur

Markmið:

Að auka næmi nemenda með skynjun og hlustun, slökun

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Skólaborð.

Leiklýsing:

Þrír til fjórir nemendur eru fengnir upp að kennaraborði. Hinir nemendurnir leggjast fram á borðin sín og snúa öðrum þumalputta sínum upp í loft. Þeir eru íbúar í borginni sem sefur. Nú læðast völdu nem. að einum hver, ýta þumli þeirra niður og læðast síðan aftur að kennaraborðinu. Kennarinn spyr síðan íbúa borgarinnar að því, hverjir hafi orðið fyrir ónæði, að næturlagi. Þeir láta vita af sér og giska á hver hafi ýtt á þeirra þumal. Þegar allir, sem urðu fyrir ónæði, hafa giskað fá þeir að vita hvort þeir hafi haft rétt fyrir sér. Ef svo er fá þeir að valda truflun næstu nótt en hinir setjast í sæti sín.

Þessi leikur er mjög róandi og góður í tíma, þegar kennari vill ná góðri ró í bekknum.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 88
Sendandi: Kristín Helgadóttir

Deila