Bragðfinnur! Hvað er í glasinu?

Markmið:

Að efla skynjun nemenda.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Pappaglös, blað, blýantur, vatn og bragðefni (t.d. salt, sykur, sítróna).

Leiklýsing:

Fimm glösum með mismunandi sterkri bragðlausn er raðað á borð. Nemendur fá blað og blýant og skrifa hjá sér í hvaða glasi þeir finna fyrst bragð, sem og hvaða bragð þeir finna. Þegar allir hafa prófað þá er farið yfir úrlausnir. Sá sem fyrstur greinir bragð vinnur, BRAGÐFINNUR.

Útfærsla:
Heimild:

Byggt á efni úr námskeiðinu Tilraunamatreiðsla sem Brynhildur Briem hélt í Kennaraháskólanum haustið 1996.

Leikur númer: 260
Sendandi: Björg Ársælsdóttir og Helga Guðjónsdóttir

Deila