Vakningarleikur

Markmið:

Koma blóðinu á hreyfingu og heilasellunum í gang

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Boltar, grjónapokar, mjúk leikföng eða eitthvað annað sem hentugt er að kasta á milli.

Leiklýsing:

Þátttakendur standa saman í hring og byrja með einn bolta. Boltinn er látinn ganga réttsælis á milli. Því næst er öðrum bolta bætt við sem á að ganga rangsælis. Nú eru tveir boltar í umferð og þá er þriðja boltanum bætt við (gott er að hafa hann annarar gerðar en hina) en honum á að kasta á milli. Sá nemandi sem missir bolta fer út úr hringnum og tekur út refsingu, t.d. að hoppa sundur og saman fimm sinnum. Að því loknu kemur þátttakandinn aftur í hringinn og heldur áfram.

Útfærsla:

Ef þátttakendur eru margir má bæta við boltum að vild. Það má einnig auka erfiðleikastig með því að láta bolta ganga á milli í hring, en í stað þess að láta næsta mann sér við hlið hafa bolta má hlaupa yfir einn og láta þann þarnæsta hafa hann.

Heimild:

Sendandi bjó leikinn til.

Leikur númer: 114
Sendandi: Bryngeir Valdimarsson

Deila