Búðu til orð

Markmið:

Auka orðaforða og útsjónarsemi þátttakenda.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Teningar, peð og spilaborð (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

“Make a word – take a word” er enskt spil sem nýta má á margvíslegan hátt. Spilið bjuggu höfundar til með hliðsjón af spilaborði sem þeir fundu. Leiðbeiningarnar voru glataðar. Á spilaborðinu voru 24 láréttir dálkar og 15 lóðréttir. Í hverjum reit er bókstafur og dreifast bókstafir stafrófsins óreglulega um spilaborðið. Hver stafur kemur því oft fyrir.

MYND VANTAR

Spilið má nota á margvíslegan hátt í kennslu tungumála. Spilaborðið er mjög einfalt og kennarar gætu jafnvel látið nemendur búa það til. Ef um kennslu erlendra mála er að ræða er auðvelt að bæta inn stöfum og taka út aðra.

Hugmyndin er að nota 2 teninga og hafa hlutlausan byrjunarreit efst á spilaborðinu. Leiðin sem leikmaður fer er að miklu leyti á valdi hans sjálfs. Hægt er að fara upp, niður, áfram, á ská upp til hægri eða vinstri og á ská niður til hægri eða vinstri. Ekki má fara aftur á bak. Þegar keppandi er kominn út í enda á línu hefur hann um þrennt að velja: Að fara annaðhvort niður, upp eða fremst í næstu línu fyrir neðan línuna sem hann er staddur á. Leikmaður ræður sjálfur hvort hann notar einn eða tvo teninga í hverju kasti. Það fer eftir því í hvaða fjarlægð stafirnir eru sem hann þarf að nota hverju sinni. Spilið felst í því að safna stöfum í orð. Nemandinn reynir að ná ákveðnum stöfum en skráir jafnframt hjá sér alla þá stafi sem hann lendir á. Sá keppandi vinnur sem myndar flest orð.

Íslenska: Spilið má nota bæði í málfræði og stafsetningu. Þegar verið er að kenna fornöfn má láta nemendur safna þeim, annaðhvort finna fornöfn sem þeir þekkja eða eftir lista.

Í stafsetningu má nota spilið þegar verið er að festa reglur í minni, t.d. ng-nk regluna. Í ýessu tilviki er betra að gefa nemendum upp rétt orð sem þeir svo finna til þess að röng stafsetning festist ekki í minni.

Lestur: Nemendur safna ákveðnum stöfum t.d. A. Sá vinnur sem safnar flestum.

Enska/danska: Spilið er hentugt í tungumálakennslu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kenna má ný orð sem og málfræðiatriði.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 222
Sendandi: Ragna Kristjánsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir

Deila