Dæmalausi leikurinn

Markmið:

Stærðfræði, að vinna með tölur og létt stærðfræðidæmi. Styrkja blóðrás.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

2-3 merkibönd, vesti eða litlir boltar, keilur til að afmarka svæði.

Leiklýsing:

Tveir til þrír nemendur eru valdir til að “ver’ann” og eru þeir auðkenndir með merkiböndum eða vestum eða látnir halda á litlum boltum. Hinir þátttakendurnir hlaupa um afmarkaða svæðið og reyna að komast hjá því að vera klukkaðir. Gott er að leyfa mörgum að “ver´ann” með því að skipta reglulega um þá sem elta.

Útfærsla:

Náist að klukka einhvern á hann að stoppa og baða út öllum öngum, og kalla “dæmalaus! dæmalaus!” Til að komast inn í leikinn aftur þarf hann svo að geta reiknað rétt í huganum eitt dæmi sem lagt er fyrir hann af öðrum úr bekknum sem hefur ekki verið klukkaður. Svari nemandi tvisvar vitlaust í röð ætti þó að láta hann gera létta leikfimiæfingu og senda hann svo aftur í leikinn. Ath. að bannað er að klukka þá sem eru að leggja dæmi fyrir annan. Afbrigði: Hægt er að nota orð í stað dæma og nota leikinn svo til óbreyttan þannig. Þá er lagt orð fyrir þann klukkaða (sem hann hefur þegar lært í íslensku) og geti hann stafað það rétt fær hann að halda aftur í leikinn.

Heimild:
Leikur númer: 294
Sendandi: Árni Björgvinsson

Deila