Dagblaðahlaup

Markmið:

Afþreying, snerpa og einbeiting.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Dagblöð.

Leiklýsing:

Í þessum leik getur fjöldi þátttakenda verið ótakmarkaður, en flöturinn sem hann er leikinn á verður að vera nokkuð sléttur. Hver þátttakandi fær tvö dagblöð eða opnur úr dagblöðum. Keppt er um að komast ákveðna vegalengd án þess að stíga út af dagblöðunum. Þeim má renna áfram með fótunum eða flytja þau áfram með höndunum. Sá sem stígur út af dagblöðunum verður að byrja að nýju.

Útfærsla:

Dagblöð.

Sniðugt er að nota þennan leik sem boðhlaup milli nokkurra liða.

Heimild:
Leikur númer: 274
Sendandi: Kristín Pétursdóttir

Deila