Dagblaðakapphlaup

Markmið:

Þjálfun grófhreyfinga.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Gömul dagblöð eða tímarit.

Leiklýsing:

Ákveða þarf í upphafi byrjunar- og lokareit eins og í hefðbundnu kapphlaupi. Hver keppandi fær í hendurnar 2 blöð af stærðinni A-4. Þegar merki hefur verið gefið fara allir af stað en mega einungis stíga niður á dagblöðin. Sá vinnur sem fyrstur kemst í mark. Ef einhver dettur eða stígur út af blaðinu þarf hann að byrja að nýju.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 39
Sendandi: Rakel Guðmundsdóttir

Deila