Dansar á pallinum

Markmið:

Hjálpa nemendum að læra nöfn félaganna.

Aldursmörk:

Frá 3 ára

Gögn:

Engin gögn eru nauðsynleg en það er hægt að spila á hljóðfæri með vísunni.

Leiklýsing:

Leikurinn byggist á þessari vísu:

Dansar á pallinum

_____dansar á pallinum og _______skellihlær
_____er á sokkunum og ______datt í gær
_____keyrir bíl með _____í og _____kastar bolta til______

Nemendur sitja í hring þannig að þau sjái hvert annað. Kennarinn og nemendur syngja nafnavísuna saman þannig að nöfn nemendanna eru sett inní vísuna (þar sem stikin eru). Vísan er endurtekin þangað til að nöfn allra nemendanna hafa komið fyrir.

Hér er krækja þar sem hægt er að sjá gítargrip við vísuna og laglínuna:

http://www.raunvis.hi.is/~uba/tuddinn/download/krakkatuddinn.pdf

Útfærsla:
Heimild:

Leikskólinn Jöklaborg og gítargripin af heimasíðunni http://www.raunvis.hi.is/~uba/tuddinn/download/krakkatuddinn.pdf

Leikur númer: 19
Sendandi: Steinunn Ingólfsdóttir og Eva Hrund Harðardóttir

Deila