Drekinn og drekaveiðimaðurinn

Markmið:

Skemmtun, hópstyrking.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

“Hali”, sjá leiklýsingu

Leiklýsing:

Þátttakendum er skipt í 5-8 manna hópa og raða sér í röð. Sá sem er fremstur í hverri röð er drekaveiðimaðurinn en hinir mynda drekann og halda fast utanum magann á þeim sem er fyrir framan. Sá sem er síðastur setur á sig halann en sá sem er fremstur er með lausar hendur. Markmið leiksins er að drekaveiðimaðurinn nái halanum og þá er drekinn dauður. Hann er einnig dauður ef hann slitnar. Sá sem er fremstur með lausar hendur má nota helstu handboltabrögðin til þess að hrinda drekaveiðimanninum frá og sá sem er aftastur á að reyna að halda halanum frá. Ef drekaveiðimaðurinn nær halanum setur hann hann á sig og verður aftasti maður en sá sem er fremstur verður drekaveiðimaðurinn.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 89
Sendandi: Andri Ómarsson

Deila