Drottningin og börnin hennar

Markmið:

Þjálfa samvinnu og útsjónarsemi. Góð hreyfing.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn er valinn til að vera drottningin (má líka vera kóngur) og er látinn sitja á stól þar sem vítt er til veggja. Hinir koma saman á afmörkuðu svæði og þurfa að taka sameiginlega ákvörðun um hvað þeir hafi aðhafst þann daginn eða hvaða fyrirbæri þeir ætli að leika. Að því búnu fara þeir á fund drottningar og hún mælir: “Hvað gerðuð þið í dag börnin góð?” Þá byrja allir að leika með látbragði það sem ákveðið hafði verið. Drottningin reynir þá að giska á hvað verið er að leika.
Ef hún/hann giskar á rétt hlaupa börnin af stað og reyna að komast inn á svæðið sem afmarkað var í byrjun. Þeir sem drottningin nær að klukka mega svo aðstoða við að ná hinum en drottningin ein má giska.

Ef ákveðið hefur verið að leika dýr eða hlut má byrja að leika um leið og drottningin segir.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 40
Sendandi: Rakel Guðmundsdóttir

Deila