Dularfull spor

Markmið:

Þjálfa rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi) leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Hvernig getur staðið á því að spor liggja burt frá bælinu í snjónum en engin spor liggja að því?

dularfullspor

 

 

Lausn:

Maðurinn gæti til dæmis hafa lent í fallhlíf, en kennari verður að vera opinn fyrir öðrum möguleikum.

Útfærsla:
Heimild:

Höfundar þessarar þrautar eru Gunnar og Guðvarður Halldórssynir.

Leikur númer: 338
Sendandi: Gunnar Halldórsson

Deila