Dulmálslyklaleikur

Markmið:

Markmið ráðast nokkuð af námsefni en leikurinn æfir nákvæm vinnubrögð og ályktunarhæfni.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Ritföng.

Leiklýsing:

– Nemendum er skipt í blandaða hópa, tveir til fjórir eru í hverjum hópi.
-Hver hópur býr til dulmálslykil fyrir allt stafrófið (dæmi, A=f, B=d, o.s.frv.). Þess er gætt að allir fái að leggja af mörkum.
-Hver hópur velur fleyg orð (fimm til tuttugu orð). Nemendur hjálpast að við að þýða orðin yfir á dulmál hópsins. Að því loknu er gengið rækilega úr skugga um að rétt hafi verið þýtt.
– Hóparnir senda skeyti á dulmáli sín á milli. Hverri sendingu fylgja upplýsingar um þýðingu þriggja stafa í lyklinum.
-Nemendur reyna að þýða dulmálið hver frá öðrum. Þeir sem fyrstir eru að ráða í gáturnar, geta hjálpað þeim sem ekki eru búnir.
-Leikurinn heldur áfram uns allar sendingar hafa verið þýddar.

Útfærsla:

Þennan leik má nota í mörgum námsgreinum. Rifja má upp vísur, málshætti, þekktar persónur, nöfn í landafræði, heiti jurta og dýra o.s.frv.

Heimild:

Byggt á Abrami, C. o.fl. 1995. Classroom Connections. Understanding and Using Cooperative Learning. Toronto o. v.: Harcourt Brace. [Bls. 79.]

Leikur númer: 157
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila