Dýraleikur

Markmið:

Athygli, kenna dýraheiti eða önnur heiti (sjá leiklýsingu).

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Leikurinn fer þannig fram að nemendur (æskilegt er að þeir séu tíu eða fleiri) sitja saman í hring. Hver og einn velur sér eitthvert dýranafn sem hann segir hinum. Síðan klappa allir saman lófunum og á lær sér til skiptis þannig að góður taktur myndast. Sá sem byrjar segir sitt nafn og nafn einhvers annars í hringnum, t.d: hávella og svín og á meðan verður hann að hylja tennurnar með vörunum (þ.e. má alls ekki brosa eða hlæja).

Leikmenn eru úr ef þeir:
– taka ekki strax við af þeim sem sagði þeirra nafn
– láta sjást í tennurnar
– hætta að klappa
– nefna nafn einhvers sem er úr.

Þegar leikmenn eru úr sitja þeir áfram í hringnum en hætta að klappa. Best er að láta unga nemendur setjast á gólfið.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 120
Sendandi: Ragnheiður Guðný Ragnarsdóttir

Deila