Ég er frábær eins og ég er

Markmið:

Kynnast öðrum í hópnum

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Stólar.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring. Hver og einn á að hugsa um eitt atriði sem er einstakt við sig. Einn byrjar og segir frá því hvað þetta er. Ef það sem hann nefnir á við fleiri standa þeir upp og setjast á hann. Sá sem byrjaði verður nú að láta sér detta í hug eitthvert annað atriði sem er sérstakt við hann í von um að það eigi ekki við hina. Takist honum það losnar hann við þá sem settust á hann og sá næsti fær að reyna.

Þetta er kjörinn kynningarleikur þar sem þátttakendur fræðast hver um annan og kynnast oft óvæntum hliðum hinna.

Útfærsla:
Heimild:

Helgi Grímsson, skólastjóri í Sjálandsskóla, kenndi umsjónarmanni þennan leik á leikjanámskeiði í Kennaraháskólanum í janúar 2007

Leikur númer: 283
Sendandi: Helgi Grímsson

Deila