Ég fór að veiða

Markmið:

Að þjálfa orðaforða, hugmyndaflug og stafrófið hjá nemendum.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Það er hægt að gera leikinn erfiðari með því að segja nafn landsins sem veitt er í á undan fengnum. Einnig er hægt að fjölga orðunum sem á að finna.

Leiklýsing:

Þátttakendur eiga að ljúka setningunni “Þegar ég fór að veiða, veiddi ég …”. Farið er eftir stafrófsröð og þátttakendur verða að nefna þrjá hluti sem byrja á sama staf til að detta ekki úr leik. Til dæmis: Þegar ég fór að veiða, veiddi ég asna, andarunga og appelsínu. Næsti nemandi finnur orð sem byrja á B o.s.frv.

Útfærsla:
Heimild:

Hörður Haraldsson. 1994. 250 Leikir. Reykjavík, Setberg.

Leikur númer: 158
Sendandi: Aðalheiður Halldórsdóttir og Sigrún Kolsöe

Deila