Ég fór út í búð og keypti mér …

Markmið:

Að þjálfa einbeitingu, eftirtekt og minni.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur sitja í hring. Einn byrjar og segir ,,Ég fór út í búð og keypti mér … og svo nefnir hann eitthvað, t.d. peysu. Næsti við hliðina á honum segir þá ,,Ég fór út í búð og keypti mér peysu og …. og bætir einhverju við, t.d. buxum. Sá næsti hliðina tekur þá við og segir ,,Ég fór út í búð og keypti mér peysu, buxur og … nefnir eitthvað, t.d. úlpu. Svona gengur þetta koll af kolli og alltaf þarf sá sem bætist við að nefna alla hlutina sem hinir hafa keypt og bæta sínum hlut við. Ef einhver ruglast er hann úr leik.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 261
Sendandi: Birna Björk Reynisdóttir

Deila