Ég heiti … (Bókstafaleikur)

Markmið:

Hugmyndaflug, samhæfing.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Bolti sem gott er að grípa eða dripla.

Leiklýsing:

Einn byrjar með bókstafinn A og segir „Ég heiti Anna, maðurinn minn heitir Arnar. Við búum í Argentínu og ræktum Ananas“. Boltanum er driplað undir hægri fót og fætinum lyft upp um leið, boltinn gripinn hinum megin við fótinn og um leið eru orðin sögð. Næsti leikmaður gerir það sama með bókstafinn B og svo koll af kolli stafrófið á enda. Þar sem sagt er „Við búum“ er hægt að segja nöfn landa, borga, staða eða gatna eftir því sem ákveðið er hverju sinni.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 91
Sendandi: Lára Eymundsdóttir

Deila