Ég lonníetturnar lét á nefið

Markmið:

Söngur, dans.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Ég lonníetturnar lét á nefið
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
því lifað gæti ég ei án þín.
La la la la la la, ljúfa
La la la la la la, ljúfa.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
því lifað gæti ég ei án þín.

Börnin ganga réttsælis í hring og leiðast. Eitt barnanna er inni í hringnum.

1.-4. lína: Gengið í hring og sungið
5. og 6. lína: Sá sem er í hringnum velur sér dansfélaga með því að ganga að honum og stoppa fyrir framan hann.
La la la la la la: Klappa saman lófum
ljúfa: Hneigja sig. (Börnin í hringnum klappa líka og hneigja sig)
7.og 8. lína: Börnin í hringnum leiðast aftur,ganga réttsælis og syngja en parið inni í hringnum dansar saman.

Hlusta á lagið:

 

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 199
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila