Einfaldar reikningsaðgerðir

Markmið:

Að þjálfa nemendur í notkun reikningsaðgerða. Stuðla að skipulögðum vinnubrögðum, efla rökhugsun, skapa áhuga. (Stærðfræði)

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Blöð, blýantar, teningar, (klukka).

Leiklýsing:

Þessi leikur er fyrir tvo eða fleiri þátttakendur. Þeir hafa blað með tölum frá einum og upp í t.d. 20~V50, (1, 2, 3, 4, 5, 6, …. 20). Fjöldi talna og teninga fer eftir getu keppenda. Leikmaður A kastar t.d. þrem teningum. Með tölurnar má svo vinna með aðgerðunum fjórum (samlagningu, frádrætti, margföldun og deilingu), til þess að fá út einhverja tölu sem er á blaðinu og strika þá yfir hana. Aðeins má nota hverja tölu einu sinni, t.d:

(3×4)+5=17, 3+5-4=4, (4×5)+3=23.

Sé svona farið að er krossað yfir tölurnar 17, 4 og 23.

Leikmaður má t.d. strika yfir allt að 5 mismunandi tölur með hliðsjón af einu kasti. Einnig er hægt að hafa tímamörk, t.d. hafa 1 mínútu fyrir hvert kast. Þetta er best að miða við getu keppenda. Skýra þarf skriflega hvaða aðferð var notuð til að fá þær tölur sem strikað er yfir. Leikmaður B á þá næsta leik. Sá sem er fljótastur að krossa yfir allar tölurnar sigrar.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 121
Sendandi: Pétur V. Georgsson

Deila