Eitthvað flýgur

Markmið:

Að efla rökræna hugsun, þjálfa snerpu og hlustun.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Börnin sitja í hálfhring og kennarinn sem er stjórnandi, situr fyrir framan börnin. Eitt barnanna getur líka verið stjórnandi. Stjórnandinn segir “eitthvað” flýgur og slær um leið þrjú högg á lær sér. Ef þetta “eitthvað” getur flogið (fyrir eigin afli) þá slá börnin þrjú högg á lær sér. Ef það getur ekki flogið mega börnin ekki slá á lær sér. Það barn er úr sem slær á lær sér við setningu eins og “hestar fljúga”.

Útfærsla:
Heimild:

Byggt á Höf. ekki getið. 1948. Skátaleikir: innileikir. Reykjavík: Úlfljótur.

Leikur númer: 92
Sendandi: Hrafnhildur Hilmarsdóttir

Deila