Eitur í flösku

Markmið:

Skemmtilegur leikur sem fær alla til þess að hreyfa sig og hafa gaman.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Þarf ekkert en mögulega vesti fyrir þann sem er’ann.

Leiklýsing:

Hópurinn safnast saman í kring um þann sem er’ann og halda í hann. Hann þylur upp ,,eitur í flösku”. Þegar hann segir það þá má hann byrja að klukkka þá sem héldu í hann. Hann getur villt fyrir andstæðingum sínum með því að segja til dæmis ,,eitur í tösku”. Þeir sem hann klukkar standa með aðra hendi upp í loft og setja fætur sundur. Til þess að frelsa hann þarf einstaklingur sem ekki hefur verið náð að skríða á milli fóta þess þess sem hefur verið náð.

Sjá má myndskeið af leiknum á heimasíðu RUV, sjá hér. 

Útfærsla:

Hægt að hafa fleiri en einn sem er’ann í stærri hóp.

Heimild:

Leikurinn er fenginn af vefsíðu RUV á þessari slóð: https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/leikir/26344/7r7hk3

Leikur númer: 408
Sendandi: Björn Andri Ingólfsson

Deila