Epli og perur

Markmið:

Vatnsaðlögun – æfing í að fara í kaf.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Rými í sundlaug, grunn sundlaug þar sem allir nemendur ná til botns.

Leiklýsing:

Nemendur haldast í hendur og mynda hring í lauginni. Síðan er hoppað upp og niður og um leið er farið með vísuna Epli og perur:

Epli og perur vaxa á trjánum,
þegar þau þroskast þá detta þau niður.

Þegar ávextirnir detta niður, eiga allir nemendur að fara í kaf. Markmiðið er að allir nái að setjast á botninn.

Útfærsla:
Heimild:

Þennan leik hafa íþróttakennarar í Öskjuhlíðarskóla notað í sundkennslu yngri nemenda skólans.

Leikur númer: 42
Sendandi: Steinunn Karlsdóttir

Deila