Falinn steinn

Markmið:

Þjálfa samvinnu og athygli.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Steinn eða annar hlutur.

Leiklýsing:

Einn nemandi er valinn til að fara út úr kennslustofunni á meðan kennarinn felur stein í stofunni (ath. steinninn verður að sjást). Bekkurinn tekur vel eftir felustaðnum og þegar búið er að fela steininn er nemandanum fyrir utan hleypt inn. Hlutverk hans er svo að finna steininn með aðstoð bekkjarins. Bekkurinn syngur t.d. lagið Óskasteinar (sem er ungverskt þjóðlag) á meðan nemandinn leitar að steininum. Ef nemandinn nálgast steininn á bekkurinn að syngja sterkara, og svo veikara ef hann fjarlægist steininn. þannig þarf nemandinn að hlusta vel á sönginn til þess að finna steininn. þegar hann hefur fundið steininn velur hann einhvern til þess að fara fram og leikurinn er endurtekinn.

Lagið Óskasteinar er t.d. á geisladiskunum Íslandsklukkur og Litlu börnin leika sér.

Útfærsla:

Fela má hvaða hlut sem er og finna þá jafnvel eitthvert lag sem tengist þeim hlut. Dæmi: Fela litla brúðu og syngja: Mamma borgar. Fela nagla og syngja: Bátasmiðurinn.

Heimild:

Hugmyndin er fengin frá Þórunni Björnsdóttur tónmenntakennara í Kársnesskóla.

Leikur númer: 201
Sendandi: Ásdís Björk Jónsdóttir

Deila