Fallin spýta

Markmið:

Að örva hreyfifærni, efla samvinnu og tillitsemi, auka snerpu og athygli.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Spýta.

Leiklýsing:

Byrjað er á að finna spýtu í góðri stærð, allt að 50 sm langa, sem er síðan stillt upp við vegg. Einn þátttakandi er valinn til að bíða hjá spýtunni. Hann snýr sér undan og telur upp í fimmtíu. Á meðan hlaupa aðrir þátttakendur og fela sig. Markmiðið er að sá sem er hjá spýtunni finni alla hina. Um leið og spýtumaðurinn sér einhvern úr hópnum, t.d. Gunnu, hleypur hann að spýtunni og kallar hátt fallin spýta fyrir Gunnu, einn, tveir og þrír. Þá er Gunna náð og fer og bíður á fyrirfram ákveðnum stað. Þátttakendur sem földu sig eiga að reyna að komast að spýtunni, kasta henni eins langt og þeir geta og kalla fallin spýta fyrir öllum, einn, tveir og þrír. Ef það tekst er þar með búið að frelsa alla sem hafa náðst, og leikurinn heldur áfram.

Leiknum er lokið þegar sá sem passar spýtuna er búinn að ná öllum.

Útfærsla:
Heimild:

Leikur sem ég lærði í bernsku.

Leikur númer: 93
Sendandi: Dagný Elísdóttir

Deila