Fjársjóðskistan

Markmið:

Þjálfa rökhugsun.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Mynd, sjá leiklýsingu, t.d. á glæru eða skjámynd.

Leiklýsing:

Kennari (eða nemendi leggur þessa þraut fyrir nemendur:

Í helli á hafsbotni er kista með fjársjóði. Hvernig getur einn kafari komið henni í heilu lagi upp á yfirborðið. Kistan er of þung til að hann geti dregið hana eftir hellisbotninum út úr hellinum og látið hífa hana upp.

 

 

 

Lausn:

Kafarinn hefur með sér gaskút, notar hann til að blása upp blöðrur sem hann bindur við kistuna til að létta hana.

Útfærsla:

Kjörið er að nota þessa aðferð.

Heimild:

Höfundar þessarar þrautar eru Gunnar og Guðvarður Halldórssynir.

Leikur númer: 339
Sendandi: Gunnar Halldórsson

Deila