Flækjumamma

Markmið:

Að efla samvinnu. Að efla félagsþroska.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Börnin.

Leiklýsing:

Kennarinn byrjar á því að kenna börnunum þulu sem hljóðar svo:

Flækjumamma, flækjumamma, þú mátt ekki okkur skamma, komdu og leystu þennan hnút, og hleyptu okkur út.

Eitt barnið er flækjumamma og fer út í horn á stofunni, úr augsýn barnanna. Börnin leiðast í hring og flækja sig saman, búa til erfiðan hnút. Þegar að þau eru búin að þessu fara þau með þuluna og mamman kemur og reynir að leysa hnútinn. Börnin mega ekki sleppa höndunum á meðan að hnúturinn er leystur. Ef hópurinn er ekki stór væri gaman að leyfa öllum að vera flækjumamma.

Útfærsla:

Kennarinn er börnunum til aðstoðar, en hann má ekki hjálpa þeim of mikið, helst ekki neitt.

Heimild:

Helga Friðfinnsdóttir, Sigrún Löve og Þorþjörg Þóroddsdóttir. Markviss Málörvun: Þjálfun hljóðkerfisvitundar. Reykjavík: Námsgagnastofnun.

Leikur númer: 304
Sendandi: Ósk Fossdal

Deila