Fleiri úrtalningarvísur

Markmið:

Velja hver á að byrja í leik.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Ene-meni, ming-mangEne-meni, ming-mang, kling-klang, úsi-búsi, bakka-dæ.
Enika-menikaEnika-menika, súkkum-dí,
spil, depil, dommó, dí,
ví skal go í öster venn,
litli putti spans sá í.
Enika-menikaEnika-menika, súkkata-mæ,
onn, donn, dúnn, dæ,
ís, fas, fanika, mí,
stikki, stakki, sto, frí.

Eninga-meninga-súkkana-díEninga-meninga, súkkana-dí,
obbelt, dobbelt, domm og dí,
iss, ass, úlle, fass,
faninga-ní, faninga-tí,
stikkel, stakkel, stí
og frí.
Eninga-meningaEninga-meninga,
súkkona-dí.
Eninga-meningaÚen-dúen-dín,
mama-fútter-fín,
fútter-fín, mama-dín,
úen-dúen-dín.

Úllen-dúllen-doffÚllen-dúllen-doff,
kikkilani-koff,
koffilani-bikkibani,
úllen-dúllen-doff.
Úllen-dúllen-doffAndrés Önd
fór út í lönd
og keypti sér
(ný) (eldrauð) axlabönd.
Ugla sat á kvistiUgla sat á kvisti,
átti börn og missti
eitt, tvö, þrjú
og það varst þú
(sem ert úr)
(sem varst úr).

Kráka sat á kvistiKráka sat á kvisti,
ól hún egg og missti.
Ella, mella, kúadellaElla, mella, kúadella,
kross, Gullfoss
(og þú ert úr).
Ella, mella, kúadellaElla, mella, kúadella,
kross, Gullfoss,
gef þú mér einn einasta koss.

Ég á hringÉg á hring sem hringlar í.
Ég á úr sem talar margt.
Fífill, fífill, folinn merkir,
ellinn, dellinn, apabúff.
Hver á hringHver á hring
sem gat er á?
Far þú frá.
Ég á klukkuÉg á klukku,
hvað sló hún mörg högg,
svara þú mér.

Ég á sokkÉg á sokk sem gat er á,
far þú frá.
Gekk ég upp á eina brúGekk ég upp á eina brú,
sá ég sitja unga frú.
Hún var eins og kálffull kú,
kannski það hafi verið þú.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 38
Sendandi: Gunnar Freyr Valdimarsson

Deila