Fleiri úrtalningarvísur

Markmið:

Velja hver á að byrja í leik.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Ene-meni, ming-mang

Ene-meni, ming-mang, kling-klang, úsi-búsi, bakka-dæ.

Enika-menika

Enika-menika, súkkum-dí,
spil, depil, dommó, dí,
ví skal go í öster venn,
litli putti spans sá í.

Enika-menika

Enika-menika, súkkata-mæ,
onn, donn, dúnn, dæ,
ís, fas, fanika, mí,
stikki, stakki, sto, frí.

Eninga-meninga-súkkana-dí

Eninga-meninga, súkkana-dí,
obbelt, dobbelt, domm og dí,
iss, ass, úlle, fass,
faninga-ní, faninga-tí,
stikkel, stakkel, stí
og frí.

Eninga-meninga

Eninga-meninga,
súkkona-dí.

Eninga-meninga

Úen-dúen-dín,
mama-fútter-fín,
fútter-fín, mama-dín,
úen-dúen-dín.

Úllen-dúllen-doff

Úllen-dúllen-doff,
kikkilani-koff,
koffilani-bikkibani,
úllen-dúllen-doff.

Úllen-dúllen-doff

Andrés Önd
fór út í lönd
og keypti sér
(ný) (eldrauð) axlabönd.

Ugla sat á kvisti

Ugla sat á kvisti,
átti börn og missti
eitt, tvö, þrjú
og það varst þú
(sem ert úr)
(sem varst úr).

Kráka sat á kvisti

Kráka sat á kvisti,
ól hún egg og missti.

Ella, mella, kúadella

Ella, mella, kúadella,
kross, Gullfoss
(og þú ert úr).

Ella, mella, kúadella

Ella, mella, kúadella,
kross, Gullfoss,
gef þú mér einn einasta koss.

Ég á hring

Ég á hring sem hringlar í.
Ég á úr sem talar margt.
Fífill, fífill, folinn merkir,
ellinn, dellinn, apabúff.

Hver á hring

Hver á hring
sem gat er á?
Far þú frá.

Ég á klukku

Ég á klukku,
hvað sló hún mörg högg,
svara þú mér.

Ég á sokk

Ég á sokk sem gat er á,
far þú frá.

Gekk ég upp á eina brú

Gekk ég upp á eina brú,
sá ég sitja unga frú.
Hún var eins og kálffull kú,
kannski það hafi verið þú.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 38
Sendandi: Gunnar Freyr Valdimarsson

Deila

Share on facebook
Share on linkedin
Share on twitter
Share on email