Flöskustútur

Markmið:

Markmið í leiknum er að leysa þrautir og vinna fyrir framan aðra. Þrautirnar er síðan hægt að tengja hinum ýmsu viðfangsefnum sem unnið er með í námi og því haft fjölbreytt og mismunandi kennslufræðileg markmið.

Aldursmörk:

Frá 4 ára

Gögn:

Flaska, miðar með verkefnum til að leysa, ílát til að geyma miðana í.

Leiklýsing:

Leiklýsing: Þátttakendur sitja í hring. Flösku er snúið í miðjum hringnum. Sá sem flöskustúturinn bendir á, þegar flaskan stöðvast, þarf að draga miða og leysa þá þraut sem á honum stendur. Hann fær síðan að snúa flöskunni.

Útfærsla:
Heimild:

Alkunnur leikur, hér útfærður af sendanda sem námsleikur.

Leikur númer: 425
Sendandi: Ásdís Björg Gestsdóttir

Deila