Fólk segir að ég sé …

Markmið:

Góð stemming, hlæja saman.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Miðar með orðum.

Leiklýsing:

Til að undirbúa leikinn þarf að búa til miða sem notaðir eru í leiknum. Skemmtilegt er að gera það þannig að hver nemandi búi til einn eða fleiri miða. Á hverjum miða er eitthvað af þessu: a)nafnorð, b) lýsingarorð, c) nafnorð eða lýsingarorð.

Dæmi:

Hver nemandi dregur einn eða fleiri miða eftir því hve löng runan á að verða.

Kennarinn velur einn til að byrja. Hann stendur upp og segir: „Fólk segir að ég sé… (les það sem stendur á miðanum) en það er ég ekki“. Sá sem byrjaði fær sér sæti og næsti maður stendur upp og segir „En það er ég“. Síðan heldur hann áfram og segir „Fólk segir að ég sé… (les það sem stendur á miðanum) en það er ég ekki“. Síðan stendur sá þriðji upp og þannig koll af kolli.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 112
Sendandi: Ingimar Ingimarsson

Deila