Fölsku tennurnar

Markmið:

Að slá á létta strengi – hlæja saman.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja eða standa í hring. Allir klemma saman munninn þannig að ekki sést í tennur. Ef einhver sýnir tennurnar er hann úr leik!

Þátttakendur velja sér einhvern ávöxt eða grænmeti. Þeir tilkynna hvaða ávöxtur grænmeti þeir eru og þurfa að muna vel hvað þeir völdu.

Leiðbeinandi byrjar á klapphreyfingu (allir klappa með) og segir sinn ávöxt um leið (tvisvar eða þrisvar eftir því sem hann ákveður), síðan bætir hann við einum ávexti. Sá sem á þann ávöxt tekur við og klappar og bætir síðan við öðrum ávexti. Sá sem á þann ávöxt tekur við og þannig koll af kolli. Sá er úr leik sem sýnir tennurnar eða fer að hlæja.

Þessi leikur skapar yfirleitt mikla kátínu! Góða skemmtun

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 96
Sendandi: Ása Helga Ragnarsdóttir

Deila