Föt (leikur fyrir tungumálakennslu)

Markmið:

Þjálfa og auka orðaforða sem tengist fatnaði og lýsingarorðum. Efla félagsleg samskipti.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Myndir af fólki í mismunandi klæðnaði, blað og skriffæri.

Leiklýsing:

Nemendum skipt í 4-5 manna hópa. Á borðinu fyrir framan sig hafa nemendur u.þ.b. 10 myndir af fólki. Markmið leiksins er að að finna með spurningum ákveðna persónu sem einn nemandi velur sér. Fyrsti nemandinn velur sér eina mynd (hann má ekki segja hver myndin er). Síðan spyrja hinir hver á eftir öðrum einnar spurningar. Dæmi: “Er persónan, sem þú hugsar þér, með gula hanska?” Ef svarið er “nei” missir nemandinn eitt stig (-1). Ef svarið er “já” fær viðkomandi eitt stig (+1). Ef viðkomandi giskar á rétta mynd fær hann tvö sig (+2) en ef hann velur vitlausa mynd missir hann tvö stig (-2). Hver nemandi má bara spyrja einu sinni. Sá vinnur sem fær flest stig.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 122
Sendandi:

Deila