Frá A til Ö

Markmið:

Orðaforði, stafrófið.

Aldursmörk:

Frá 8 ára

Gögn:

Blað með stafrófi, blýantur, lítil spjöld með orðum, þ.e. flokkaheitum: ávextir, grænmeti, leikföng, fuglar, dýr, blóm, störf, fiskar o.s.frv.

Leiklýsing:

Þátttakendur eru allur bekkurinn og hver fær blað með stafrófinu, sem er þannig sett upp að hægt er að skrifa orð við hvern staf. Litlu spjöldin eru á hvolfi en kennarinn flettir upp einu þeirra og sýnir þátttakendum hvað á því stendur eða les það bara upp. Nú skrifar hver og einn á sitt stafrófsblað orð sem fellur að þeim flokki sem upp kom. Orðið verður að byrja eða enda á þeim staf sem hann velur að skrifa við á blaðinu. Síðan er næsta korti flett upp þangað til einhver hefur skrifað orð við alla stafi stafrófsins. Ekki þarf að vera með nema eitt eintak af hverjum flokki, heldur má byrja á stokknum aftur.

Útfærsla:

Hægt er að nota aðra flokka á spjöldin, s.s. nafnorð, lýsingarorð og sagnorð. Einnig er hægt að fara t.d. þrjár umferðir með stokknum og athuga þá hver hefur fundið flest orð.

Athugasemd:

Þessi leikur er svipaður leikjunum Stafrófið, Orðasöfnun og Öll orð byrja á sama staf.

Heimild:

Þóra Kristinsdóttir kenndi þennan leik á námskeiði um Lestur og lestrarnám.

Leikur númer: 159
Sendandi: Hrafnhildur Hilmarsdóttir

Deila