Framhaldsmyndasaga

Markmið:

Samvinna, hugmyndaflug, teikning.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Blöð litir.

Leiklýsing:

Þennan leik má nota bæði sem sjálfstætt verkefni, hliðarverkefni eða aukaverkefni. Ef allur bekkurinn eða nemendahópurinn tekur þátt í leiknum samtímis er betra að skipta honum upp í fimm manna hópa.

Hægt er að tengja leikinn því viðfangsefni sem unnið er með hverju sinni, s.s. línur, form, liti og hvers konar þemavinnu.

Leikurinn byggist á því að einn nemandi í hverjum hópi byrjar að teikna mynd á blað. Sá lætur sum viðfangsefna sinna ganga út úr myndinni á tvo kanta og dálítið yfir á næstu blöð. Næstu nemendur vinna áfram með þær línur sem gengu út úr, án þess að sjá hvað sá fyrsti teiknaði. Að auki vinna þeir að sínu eigin myndefni. Svona heldur þetta áfram, koll af kolli. Að lokum tengja hóparnir sig saman og útkoman verður eitt stórt myndverk, fjölbreytt að gerð. Í framhaldi af þessu er upplagt að bekkurinn semji sögu við myndirnar og setji upp leiksýningu! Þannig má tengja ritun, framsögn og leikræna tjáningu við leikinn.

Hægt er að vinna “endalaust” áfram og þekja veggi og loft með risastórri og skemmtilegri framhaldsmyndasögu!

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 317
Sendandi: Kristín Hlíðkvist Skúladóttir

Deila