Frétta-boðhlaup

Markmið:

Hreyfing, kynnast fréttum, rifja upp námsefni.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Nokkur eintök af sama dagblaði.

Leiklýsing:

Liðin raða sér upp öðru megin í stofunni. Á vegg á móti eru settar upp forsíður, úrklippur eða fréttaopnur úr dagblöðum.

Leikstjórnandinn hefur samið spurningar úr þessum fréttum. Stjórnandinn ber upp spurningu, eina í einu og sá fyrsti úr hverju liði hleypur að veggnum og reynir að finna svarið við spurningunni. Sá sem er fyrstur að finna svarið segir það upphátt og vinnur þannig stig fyrir sitt lið.

Útfærsla:

Í stað dagblaða má auðvitað nota námsefni. Sem dæmi má nefna að ljósrita blaðsíður úr námsbókum.

Heimild:
Leikur númer: 295
Sendandi: Bryndís Eva Ásmundsdóttir, Fjóla Þorgeirsdóttir og Jóhann Skagfjörð Magnússon

Deila