Frost og fjörefni

Markmið:

Að kenna nemendum um vítamín og steinefni.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Spjöld, sbr. dæmin hér á eftir.

Leiklýsing:

Hver nemandi dregur eitt spjald (sjá hér á eftir). Á hverju spjaldi er fróðleikur eða lýsing á athöfn sem nemendur eiga að túlka með því að “frjósa”. Síðan spyr kennari hvern og einn hvað hann sé að gera og hvers vegna. Einnig er hægt að ræða stuttlega það næringarefni sem fjallað er um hverju sinni með því að fá nemendur til að svara fleiru en þeim upplýsingum sem fram koma á spjaldinu. Gott er að nota leikinn í kjölfar fræðslu um vítamín og steinefni og getur kennari sagst ætla að athuga hvað nemendur lærðu vel það sem til var ætlast. Kennari gengur á milli og spjallar við nemendur um það sem hver og einn er að túlka og fær þannig fram umræðu um efnið.

Útfærsla:

Það má einnig fá nemendur til að reyna að giska á hvað er verið að túlka. Sá sem er “frosinn” má hjálpa til með því að svara spurningum og gefa þannig vísbendingar. Einnig væri hægt að láta nemendur búa til fleiri spjöld, annað hvort um sama efni eða um eitthvað annað, t.d. um fitu. Einnig er hægt að nota látbragð til að túlka það sem er á spjöldunum. Þá má hreyfa sig en ekki segja neitt.

Hér að neðan er að finna texta sem setja má á spjöldin sem nemendur túlka með því að “frjósa” eða sýna með látbragði. Merkt er efst á spjöldin til þess að flokka nemendur saman, t.d. eru þeir saman sem fá C vítamínið.

C
C

Þú ert sæfari á 19. öld og ert búinn að vera á sjó í marga mánuði. Þú hefur ekki fengið neina sítrusávexti og ert kominn með skyrbjúg.
Þú hefur neitað að borða ávexti og grænmeti. Skortur er farinn að segja til sín. Þú hefur fengið marbletti víða og sárið á puttanum grær ekki.

A
A

Þú hefur ekki fengið A vítamín lengi og sjónin í þér er orðin léleg. Þú færð augnþurrk og náttblindu.
Þig skortir aldrei A vítamín vegna þess að þú tekur alltaf lýsi á morgnana. Þú sérð einstaklega vel.

D
D

Þótt líkaminn framleiði D vítamín þegar sólin skín á þig hefur þú ekki fengið nóg. Þetta veist þú en tekur samt alltaf lýsi vegna þess að sólin dugar ekki. Þú ert líka einstaklega hress og lítur vel út.
Það hefur verið kaldur vetur á Íslandi. Þú hefur ekki fengið D vítamín lengi og skorturinn hefur leitt til þess að þú hefur fengið beinkröm.

D
B

Það er vetur og þú veist að lýsi er eini möguleikinn fyrir þig til að fá nóg D vítamín. Þú færð þér eina tsk með morgunmatnum.
Þú hefur ekki fengið nóg B vítamín. Slappleiki er farinn að segja til sín og þú ert orðin(n) önug(ur).

B
Kalk

Þú ert elst(ur) í systkinahópi B vítamínanna og heitir B1. Þið eruð alls 8 og þú veist að þið vinnið öll saman. Þú ert hjálpleg(ur) og vinaleg(ur) við systkini þín. kalk
Þú ert að vaxa og veist að þú þarft nauðsynlega að fá kalk vegna þess að þú ætlar að fá sterk bein og fallegar tennur. Þú færð þér skyr og léttmjólk út á.

kalk
járn

Þig hefur skort kalk lengi og þú ert komin(n) með beinkröm og ljótar tennur.
Slappleiki, syfja og blóðleysi angrar þig. Ástæðan er sú að þig vantar járn.

Heimild:

Hugmyndin kviknaði í kennslustund hjá Önnu Jeppesen æfingakennara.

Leikur númer: 123
Sendandi: Sigurjóna Jónsdóttir

Deila