Frost

Markmið:

Hreyfing, athygli og viðbragðsflýti.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin, nema gott rými.

Leiklýsing:

Einn úr hópnum er valinn til að ” ver´ann”. Þátttakendur dreifa sér. Sá sem er “er´ann” kallar “byrja”. Þá hlaupa allir af stað, hann reynir að ná einhverjum og segir “frosinn” (í staðinn fyrir klukk). Sá sem náð var stendur þá alveg kyrr, með fætur í sundur. Þá á einhver af hinum þátttakendunum að skríða milli fóta þess sem er frosinn og frelsa hann þannig. Viðkomandi getur þá haldið áfram í leiknum.

Síðan er skipt um þann sem á að “ver´ann “.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 43
Sendandi: Elísabet Jóhannesdóttir

Deila