Fuglaveiðimennirnir

Markmið:

Efla útsjónarsemi og snerpu, skerpa hlustun og athygli.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Stólar.

Leiklýsing:

Tvö gagnstæð horn í stofunni eru merkt, annað á að vera hreiður og hitt búr veiðimannsins. Einn leikmaður er valinn til að vera móðurfugl. Hann gætir hreiðursins og segir til um hvort fuglarnir hafa komist í hreiðrið áður en veiðimennirnir ná þeim á meðan á leik stendur. Tveir leikmenn eru valdir til að vera veiðimenn og standa þeir nálægt miðja vegu milli hreiðurs og búrs. Aðrir leikmenn sitja á stólum sínum. Allir leikmenn, aðrir en veiðimenn, fá fuglanöfn og nokkrir bera sömu nöfnin. Það mætti t.d. nefna hópa eða sætaröð sama nafni og síðan skiptu þau um stað, svo að allar lóur eða allir þrestir flygju ekki upp að sama svæði.

Leikurinn er fólginn í því að stjórnandinn kallar upp fuglsnafn. Þeir sem heita því nafni standa upp og reyna að finna sér leið til að komast í hreiðrið. Veiðimennirnir reyna að ná þeim og ef það tekst eru þeir settir í búrið. Fuglarnir eru öruggir ef þeir komast í hreiðrið. Þeir sem þangað komast hverju sinni fara aftur í sætin, halda nöfnum sínum og leikurinn er endurtekinn. Þeir fuglar, sem veiðimennirnir klófesta, verða í búrinu þar til leik er lokið. Leik er lokið þegar veiðimenn hafa sett alla fugla í búrið.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 44
Sendandi: Margrét Böðvarsdóttir, Ólöf Kristín Einarsdóttir og Stella Kristjánsdóttir

Deila