Fylltu skeiðina

Markmið:

Samhæfing hreyfingar og skynjunar, talning

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Teskeiðar eða matskeiðar, þurkaðar baunir.

Leiklýsing:

Nemendur keppast um að setja sem flestar baunir í skeið. Aðeins má setja eina í einu og það verður að halda á skeiðinni. Um leið og ein baun dettur úr skeiðinni þarf viðkomandi að hætta og telja hvað hann hefur náð að setja margar baunir í skeiðina. Sá vinnur sem nær að setja flestar baunir í skeiðina.

Útfærsla:

Hægt er að leikja sér með aðra hluti.

Heimild:

Kaye, Peggy. 1987. Games for math: Playful ways to help your child to learn math. Pantheon Books. New York

Leikur númer: 126
Sendandi: Hilmar Rafn Kristinsson

Deila