Fyrstur út

Markmið:

Að brjóta upp daginn og senda nemendur ánægða heim, úr tíma eða út í frímínútur.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Nemendur fara í röð við dyrnar út úr kennslustofunni. Kennarinn stendur þar fremst og hefur hlutverk spyrils. Leikurinn fer þannig fram að kennari spyr þann nemenda sem er fremstur í röðinni spurningar um það efni sem liggur fyrir, ef nemandi svarar rétt má hann fara út úr stofunni en ef ekki, fer hann aftast í röðina og kennarinn spyr þá næsta nemenda annarrar spurningar eða heldur áfram með sömu spurningu. Þannig heldur leikurinn áfram þar til allir eru komnir út.

Útfærsla:

Leikurinn getur verið góð upprifjun af efni tímans, enginn nemandi getur farið út nema að hafa tekið eftir því sem farið var yfir í tímanum.

Heimild:

Leikurinn var oft leikinn í grunnskólanum mínum þegar ég var lítil og þótti óskaplega skemmtilegur.

Leikur númer: 296
Sendandi: María Björk Gunnarsdóttir

Deila