Galdraðu

Markmið:

Að nemendur þjálfist í samlagningu og frádrætti. Einnig þjálfar þessi leikur athygli.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Sentikubbar eða annað smádót

Leiklýsing:

Tveir nemendur leika saman. Annar sýnir hinum ákveðinn fjölda sentikubba, t.d. 7 kubba. Því næst setur hann kubbana fyrir aftan bak og skiptir þeim á milli handanna. Hann réttir síðan fram opin lófa með t.d. 4 kubbum og sýnir hinum. Hin hendin er enn fyrir aftan bak. Sá sem hefur kubbana í höndunum segir GALDRAÐU. Hinn nemandinn þarf að geta sér til hversu margir kubbar eru í földu hendinni. Hann þarf að muna hversu margir kubbar honum voru sýndir í upphafi og nota samlagningu eða frádrátt til að finna út hversu margir kubbar eru í földu hendinni.

Útfærsla:

Þennan leik má er hægt að útfæra til að þjálfa nemendur í margföldun. Þá skiptir nemandinn kubbunum á milli handa en sýnir báðar hendur og segir MARGFALDAÐU. Ef 5 kubbar eru í annari hendi og 4 í hinni er svarið: 20.

Heimild:

Hugborg Erla Benediktsdóttir, Eva Hauksdóttir, Erna K. Stefánsdóttir, Margrét Gylfadóttir og G. Halla Karlsdóttir lögðu þennan leik inn á Leikjavefinn. Heimild þeirra var:

http://staerdfraedi.khi.is/staerdfraedileikir/galdra%F0u!1.htm

Leikur númer: 186
Sendandi: Hugborg Erla Benediktsdóttir

Deila