Gálgaleikurinn

Markmið:

Þjálfa og auka orðaforða nemenda, réttritun, útsjónarsemi.

Aldursmörk:

Frá 10 ára

Gögn:

Tafla og krít / túss

Leiklýsing:

Kennari eða annar stjórnandi hugsar sér ákveðið orð. Síðan eru strikuð á töflu jafnmörg lárétt strik og nemur fjölda stafa í því orði sem nemendur eiga að geta upp á. Síðan eru gefnir upp nokkrir stafir í orðinu (oft er miðað við u.þ.b. 1/5 af þeim stöfum sem eru í orðinu) og þeir skráðir á réttan stað.
Dæmi:
_ ó _ _ m _ _ _ _ (Kókómjólk)
Nemendur eiga að finna það orð sem stjórnandinn er að leita eftir til þess að koma í veg fyrir “hengingu”.

Nemendur rétta upp hönd til að giska á hugsanlega stafi í orðinu. Ef þeir giska á rétta stafi skrifar kennarinn þá inn í eyðurnar. Ef þeir hins vegar giska á vitlausa stafi fær bekkurinn refsistig, svo það er eins gott að vera ekkert að giska út í bláinn. Refsistigin eru strik sem smám saman byggja upp gálga (sjá mynd). Þegar maður er kominn í gálgann er leiknum lokið og kennari segir nemendum hvert orðið var. Þegar einhver nemandi hins vegar heldur að hann viti hvert orðið er réttir hann upp hönd og lætur vita. Ef hann hefur rétt fyrir sér hefur hann bjargað manninum úr gálganum og má jafnvel fara sjálfur upp að töflu og velja nýtt orð. Ef hann hins vegar hefur rangt fyrir sér er hann úr leik og verður að sitja hjá þangað til næsta orð er tekið fyrir.

Karlinn í gálganum:

Útfærsla:

Þennan leik er tilvalið að nota í tungumálakennslu. Á ensku heitir hann “Hangman”.

Heimild:
Leikur númer: 160
Sendandi: Lilja Karlsdóttir

Deila