Gamar, íslenskar gátur

Markmið:

Að ráða gátur, hafa gaman, ræða málin

Aldursmörk:

Frá 7 ára

Gögn:

Gáturnar

Leiklýsing:

1)
Ein er snót með ekkert vamm,
ærið langan hala dró,
hvert við spor sem hún gekk fram,
hennar rófa styttist þó.

2)
Ég er sköpuð augnalaus,
og að framan bogin,
lítinn ber ég heila í haus
hann er úr mér soginn.

3)
Margt er smátt í vettling manns,
gettu sands, gettu sands,
en þó þú getir í allan dag
þá geturðu aldrei hans.

4)
Hvað hét hundur karls sem í afdölum bjó?
Nefndi ég hann í fyrsta orði en þú getur hans aldrei þó.

5)
Hvað er það sem hoppar og skoppar yfir heljarbrú,
með mannabein í maganum?
Og gettu þess nú.

6) Hvað er það sem hækkar þegar af fer höfuðið?

7) Hvað er það sem er minna en mús, hærra en hús, dýrara en öll Danmörk ef það fengist ekki?

8) Hver eru þau fjögur mannanöfn sem þú sérð út um gluggann?

9) Tvo fætur hef ég, en aðeins þegar ég hvíli mig snerta þeir grund. Hver er ég?

10) Hvar finnur þú vegi án bíla, skóg án trjáa og borgir án húsa?

11) Sá sem smíðar það selur það. Sá sem kaupir það notar það ekki. Sá sem notar það veit ekki af því.

12)
Fór ég ferð á fjalli,
á leiðinni mætti ég kalli,
vorum með kallinum synir hans sjö.
Með syninum hverjum lömbin tvö.
Hve margir fóru fætur heim af fjalli?
Reiknaðu nú, reikningsmaðurinn snjalli.

13) Fjarlægðu hörund mitt – ég mun ekki gráta en það gerir þú. Hver er ég?

14) Hvað stækkar því meira sem þú tekur af því?

15) Hvað er langt og mjótt, starfar í birtu, hefur aðeins eitt auga og sársaukafull bit?

16)
Hver er sá veggur víður og hár,
veglega settur röndum,
gulur, rauður, grænn og blár,
gerður af meistara höndum?

 

Útfærsla:

Svör: 1) Nál. 2) Tóbakspípa. 3) Sandur. 4) Hvað. 5) Skip. 6) Koddi. 7) Eldur. 8) Loftur, Stígur, Steinn, Máni. 9) Hjólbörur. 10)Á landakorti 11) Líkkista 12) 74 13) Laukur 14) Hola 15) Nál 16) Regnboginn

Heimild:

Morgunblaðið, 7. maí 2005, barnablað.

Leikur númer: 399
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila