Gátur um Evrópulönd

Markmið:

Landafræði Evrópu, skrifa gátur, framsögn.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Blöð og skriffæri, kennslubók eða annað heimildarit.

Leiklýsing:

átttakendur eru tveir eða fleiri.

Nemendur skrifa gátur um ákveðið land t.d:

Þar eru margir hestar,
það er umlukið hafi,
þar er ekki hægt að ferðast með lest.
(Landið er Ísland.)
Nemendur finna eitthvað sem þeim finnst einkenna landið sem þeir ætla að búa til gátu um. Tveir nemendur skiptast á að leggja slíkar gátur hvor fyrir annan. Einnig getur einn nemandi komið upp að töflu og varpað sinni gátu út í bekkinn. Er það þá einnig þjálfun í framsögn.

Útfærsla:

Uppistöðuna í þessum leik má að sjálfsögðu nota til að búa til gátur um efni í mörgum öðrum námsgreinum.

Heimild:

Stuðst við hugmynd af leik úr bókinni Se på Europa eftir Bodil Frederiksen (1989. Horsens: Åløkke).

Leikur númer: 297
Sendandi: Guðrún Dröfn Ragnarsdóttir og Auður Stefánsdóttir

Deila