Gettu hvaða hlutur þetta er

Markmið:

Að kenna nemendum heiti á þeim áhöldum og hlutum sem er að finna í eldhúsinu. (Heimilisfræði)

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Spjöld þar sem skrifuð eru á heiti hluta sem finnast í eldhúsi.

Leiklýsing:

Tveir leikmenn eru saman og heldur annar á spjaldabunkanum. Sá á að reyna að útskýra fyrir hinum hvað stendur á spjaldinu. Hann gefur vísbendingu með lýsingu á hlutnum eða notagildi hans. Í lýsingunni má hluti orðsins ekki koma fyrir, t.d. ef orðið er eldavél má ekki segja: “Þetta er vél til að elda á!” Þegar rétt svar kemur (það sem stendur á spjaldinu) fær sá spjaldið sem giskaði rétt. Safna á eins mörgum spjöldum og hægt er og má þá jafnvel nota tímamörk og keppast við að safna sem flestum, t.d. á 5 mínútum.

Útfærsla:

Vel má hugsa sér að nota þreifikassa eða poka. Þreifikassi er kassi sem er opinn í báða enda og tjald fyrir öðru opinu. Einn nemandi situr fyrir framan tjaldið og réttir hendur inn í kassann. Þar fær hann að þreifa á ýmsum hlutum úr eldhúsi (t.d. gaffli, rifjárni, eggjaskera eða mælikönnu). Nemandinn á að reyna að uppgötva hvaða hluti hann er að handfjatla.

Heimild:
Leikur númer: 127
Sendandi: Sigurjóna Jónsdóttir

Deila