Gettu hver ég er?

Markmið:

Leikræn tjáning, ímyndunarafl, hafa gaman.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Tónlist, hlutur, sem getur gengið á milli leikmanna, t.d. bolti eða kubbur.

Leiklýsing:

Nemendur sitja í hring og tónlist er leikin. Hluturinn er látinn ganga á milli nemenda þar til tónlistin er stoppuð. Þá á sá nemandi sem heldur á hlutnum að fara inn í hringinn og leika eitthvert hlutverk, t.d. dýr eða persónu. Hinir reyna að geta hvað verið er að leika. Þegar nemendur hafa fundið út hvað er verið að leika byrjar leikurinn upp á nýtt.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 242
Sendandi: Hugborg Benediktsdóttir, Eva Hauksdóttir, Erna K. Stefánsdóttir, Margrét Gylfadóttir og Halla Karlsdóttir

Deila