Gettu hver þú ert

Markmið:

Að efla hugmyndaflug, einbeitingu, minni og rökræna hugsun.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Þátttakendur sitja í hring á gólfinu. Einn þátttakenda fer út úr herberginu í smástund. Á meðan hann er í burtu þurfa hinir að ákveða hvað hann eigi að vera þegar hann kemur inn aftur. Ákvörðun er t.d. tekin um að hann eigi að vera lögreglumaður og í framhaldi af því er hann kallaður aftur inn í herbergið. Hann þarf síðan að ganga á hringinn og spyrja hina hvað hann þurfi að kaupa sér. Sem dæmi segir einn að hann þurfi að kaupa sér svört stígvél, annar segir flautu, enn annar vasaljós o.s.frv. Ef hann er ekki búinn að uppgötva hvað hann er þegar allir hafa verið spurðir, þarf hann að fara fram aftur og ákvörðun er tekin upp á nýtt hvað hann eigi að vera. Ef hann hins vegar uppgötvar þetta er annar þátttakandi beðinn um að fara út úr herberginu og hinn sest inn í hringinn o.s.frv.

Útfærsla:
Heimild:

Leikurinn er fenginn af þessari vefsíðu:

http://usscouts.org/macscouter/Games/

Leikur númer: 187
Sendandi: Jónasína Lilja Jónsdóttir og Valgerður Stefánsdóttir

Deila