Góðan daginn

Markmið:

Skerpa hlustun og eftirtekt, kynna nöfn.

Aldursmörk:

Frá 9 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Einn leikmaður hefur bundið fyrir augu þannig að hann sjái ekki aðra leikmenn sem sitja í sætum sínum. Stjórnandi leiksins gefur einhverjum leikmanni bendingu. Hann stendur upp og segir „Góðan daginn … (nafn blindingjans)“ og breytir gjarnan röddinni. Blindinginn reynir að þekkja röddina og svarar þá t.d. „ Góðan daginn, Anna“. Hann má geta einu sinni til þrisvar (ákveðið hverju sinni t.d. með hliðsjón af aldri nemenda) og dugi það ekki til skipta þeir um hlutverk. Ef blindinginn getur rétt heldur hann áfram hlutverki sínu. Þetta má vitaskuld hafa öfugt.

Útfærsla:

Í annarri útgáfu þessa leiks gengur blindinginn milli hinna leikmannanna, heilsar með handabandi og spyr að nafni. Sá sem svarar hverju sinni segir til nafns og föðurnafns og segir jafnvel einhver deili á sér. Sá sem svarar notar annað hvort eigið nafn eða einhvers annars í hópnum. Blindinginn svarar með því að segja hvort satt var eða logið. Geti hann rétt hafa þeir hlutverkaskipti.

Heimild:
Leikur númer: 284
Sendandi: Pétur V. Georgsson

Deila