Göngum kringum hringinn

Markmið:

Söngur, dans, hópkennd.

Aldursmörk:

Frá 5 ára

Gögn:

Engin.

Leiklýsing:

Göngum kringum hringinn,
finnum stráka- (stelpu-) linginn,
Bök, bök saman,
hliðar, hliðar saman,
klappa lófum saman,
þetta er svo gaman.

Allir mynda hring nema einn til þrír, eftir því hve margir eru í leiknum en þeir eru utan við hringinn.

Göngum kringum hringinn: Þeir sem eru utan við ganga kringum hringinn.

Finnum strákalinginn: Göngumenn stoppa aftan við þann sem þeir eru staddir hjá þegar við syngjum „linginn“ og snúa baki í viðkomandi.

Bök, bök saman: Skella upphandleggjum hvors annars saman.

Hliðar, hliðar saman: Skella mjöðmum saman.

Klappa lófum saman: Klappa á báða lófa hvors annars.

Þetta er svo gaman: Krækja saman handleggjum og hoppa í kringum hvort annað þannig að sá sem var utan við lendir nú inni í hringnum en hinn utan við.

Hlusta á lagið:

Útfærsla:
Heimild:

Amerískt lag og leikgerð, texti Margrét Ólafsdóttir

Leikur númer: 203
Sendandi: Ólafía Margrét Ólafsdóttir

Deila