Gríptu í halann á drekanum

Markmið:

Hreyfing, félagsandi.

Aldursmörk:

Frá 6 ára

Gögn:

Trefill, vasaklútur eða önnur dula.

Leiklýsing:

Leikmenn standa í röð þannig að hver heldur um mittið á næsta manni fyrir framan. Aftasti maður hefur vasaklút í vasanum (helst í rassvasa). Fremsti maður á að reyna að ná klútnum án þess að röðin slitni.

Útfærsla:

Tvær raðir keppast við að stela halanum hvor af annarri.

Heimild:

Luvmour, Josette og Sambhava. 1990. Everyone Wins! Cooperative Games and Activities. Philadelphia New Society Publisher

Leikur númer: 46
Sendandi: Ingvar Sigurgeirsson

Deila