Gulur, rauður, grænn og blár

Markmið:

Eftirtekt, viðbragðsflýtir, hægt er að nota leikinn til að kenna ungum börnum litina.

Aldursmörk:

Frá 0 ára

Gögn:

Gögn: Strikað svæði (sjá lýsingu).

Leiklýsing:

Leikið er á svæði sem merkt er eins og myndin sýnir:

A
Gulur
Rauður
Grænnr
Blár
Svartur
Hvítur
Fjólublár
B

Nemendur ákveða í upphafi leiks hvað sá sem “er’ann” má láta fara yfir marga reiti í einu en stefnt er að því að hann reyni ekki að láta hina gera eitthvað sem ekki er mögulegt.

Nemendur ákveða í upphafi leiks hvað sá sem “er’ann” má láta fara yfir marga reiti í einu en stefnt er að því að hann reyni ekki að láta hina gera eitthvað sem ekki er mögulegt. Allir leikmenn nema einn standa á svæði A. Sá sem “er’ann” stendur á svæði B og hann kallar til hinna fyrirmæli um hvað þeir eiga að gera. Kalli hann t.d. “gulur” hoppa allir jafnfætis í einu yfir á þann reit sem nefnist guluri. Þá getur stjórnandi kallað t.d: “Hoppa á öðrum fæti á rauðan.” Allir eiga þá að hoppa á öðrum fæti á rauða reitinn. Næst getur stjórnandi kallað: “Blár” og eiga þá allir að hoppa jafnfætis yfir á bláa reitinn. Hægt er að láta hoppa aftur á bak, með fætur í kross, með annan fótinn ofan á hinum, með hendur á hnjám og áreiðanlega má láta sér detta í hug margt fleira. Ef einhver stekkur á vitlausan reit eða gerir eitthvað rangt þá á sá að “ver’ann” og byrjað er upp á nýtt. Leikurinn endar á að sá sem “er’ann” kallar “fjólublár” og þegar allir hafa snert þann reit eiga þeir að hlaupa eins hratt og þeir geta til baka á svæði A og sá sem “er’ann” reynir að “klukka” einhvern til að “ver’ann”. Hægt er að leika þennan leik úti eða inni. Reitina má afmarka með ýmsum hætti (beitið hugmyndafluginu). Reitirnir eiga að vera aðeins stærri en skór þeirra sem leika hann, eða um það bil ein og hálf skólengd.

Útfærsla:
Heimild:
Leikur númer: 47
Sendandi: Sigurbjörg Ásdís Snjólfsdóttir

Deila